]> Hjálp við uppsetningu Tungumál Hvaða tungumál viltu nota meðan á uppsetningu stendur og sem sjálfgefið tungumál eftir að uppsetningu &RHL; er lokið? Veldu úr listanum hægra megin. Stillingar lyklaborðs Hvernig lyklaborð ertu með? Ef þú finnur ekki alveg eins lyklaborð í listanum veldu þá það Almenna sem kemst næst þínu (t.d Almennt 101-lykla PC). Veldu svo það stafasett sem þú vilt nota (t.d Íslenskt). Innsláttur sértákna (eins og Ñ, Ô, og Ç) er gerður með því að nota broddstafi (með samsetningu af fleiri en einum lykli). Viljir þú geta gert slík sértákn með innslætti, skaltu velja Nota broddstafi. Ef ekki, skaltu velja Ekki nota broddstafi. Þú getur notað tóma textahólfið neðst á skjánum til þess að prófa lyklaborðsstillingarnar. Stillingar músar Hvaða tegund af mús ert þú með? Ert þú með PS/2, Bus eða raðtengda mús? (Hjálp: Ef músatengið er hringlaga þá ert þú með PS/2 eða Bus mús. Ef tengið er hinsvegar ferkantað þá ert þú með raðtengda mús.) Reyndu að finna eins mús og þú ert með í fyrsta listanum til hægri. Ef þú finnur hana ekki skaltu velja einhverja sem er samhæfð þinni. Annars skaltu velja viðeigandi Almenna mús. Ef þú er með raðtengda mús skaltu velja tæki og gátt sem hún er tengd við í næsta reit. X gluggakerfið gerir ráð fyrir þrem músarhnöppum. Ef þú ert aðeins með tvo hnappa getur &RHL; hermt eftir þeim þriðja, miðhnappnum. Ef þú ert með tveggja hnappa mús skaltu velja Herma eftir þrem hnöppum . Þegar uppsetningu er lokið getur þú ýtt á báða músahnappana og þar með fengið virkni þriðja hnappsins. Velkomin(n) í Red Hat Linux Velkomin(n)! Farið er nákvæmlega yfir allt uppsetningarferlið í &RHLIG; sem fáanlegt er hjá &RHI;. Skoðaðu handbókina áður en þú hefur uppsetningu. HTML og PDF eintök af handbókinni er hægt að nálgast á Netinu á http://www.redhat.com. Einnig er HTML eintak í &RHL; pakkanum. Nýtt: &RHL; notast við nýja aðferð við uppsetningu sem kalla má "sneiðalausa" uppsetning. Ef þú er með FAT (DOS/Windows) disksneið með nægu lausu plássu getur þú sett &RHL; upp án þess að skipta harða disknum þínum upp í fleiri sneiðar. Þessi valmöguleiki hentar sérstaklega vel fyrir þá sem vilja prófa &RHL; og breyta sem minnst núverandi uppsetningu kerfis. Í &RHLIG; má finna frekari hjálp um þetta. Hafir þú keypt Official &RHL; pakkann, mundu þá að skrá þig á vefsíðu okkar (www.redhat.com/now). Við uppsetninguna getur þú notað músina við val á ýmsum valmöguleikum. Þú getur einnig stokkið á milli með Tab og Enter lyklunum. Notaðu Áfram og Til baka hnappana. Ýttu á Áfram til þess að vista valdar upplýsingar og halda áfram, en Til baka til þess að fara tilbaka í síðustu valmynd án þess að vista upplýsingar. Til þess að minnka þessa hjálp skaltu velja Fela hjálp hnappinn. Þú getur hætt við uppsetninguna hvenær sem er áður en Undirbý uppsetningu valmyndin kemur. Þegar þú velur Áfram í Undirbý uppsetningu valmyndinni, mun uppsetning á pökkum hefjast og gögn verða skrifuð á harða diskinn. Til þess að hætta alveg við áður en þessi valmynd birtist mátt þú einfaldlega endurræsa tölvuna (notaðu Ctrl Alt Del ). Velkomin(n) í Red Hat Linux Þú ert nú kominn í endurstillingar ham sem leyfir stillingu á sérstökum eiginleikum tölvunnar. Til þess að komast út án þess að breyta nokkru, skaltu velja 'Nei' og ýta á Áfram hnappinn fyrir neðan. Við uppsetninguna getur þú notað músina við val á ýmsum valmöguleikum. Þú getur einnig stokkið á milli með Tab og Enter lyklunum. Notaðu Áfram og Til baka hnappana til að komast í gegnum valmyndirnar. Ýttu á Áfram til að vista upplýsingar og halda áfram en Til baka til að fara aftur í fyrri valmynd án þess að vista upplýsingar. Til þess að minnka þessa hjálp skaltu velja Fela hjálp hnappinn. Valmöguleikar uppsetningar Hvernig vilt þú setja &RHL; upp? Full uppsetning mun eyða öllum upplýsingum á þeim disksneiðum sem þú velur. Uppfærsla mun varðveita þau &RHL; gögn sem eru til fyrir. Viljir þú framkvæma fulla uppsetningu stendur þér til boða að velja tegund uppsetningar. Valmöguleikarnir eru: vinnustöð, þjónn eða sérsniðin. Ef þú veist ekki hvaða tegund uppsetningar þú vilt skaltu lesa það sem á eftir kemur vandlega. Takið eftir: Til viðbótar við þær uppsetningar aðferðir sem bent er á að neðan er einnig hægt að setja &RHL; upp á FAT (DOS/Windows) disksneið sem til er fyrir. Þannig uppsetningar aðferð er valin með því að merkja DOS disksneiðina sem / í Diskadrúídi. Þetta val er tekið fram fyrir sjálfvirka eyðingu disksneiða í uppsetningu vinnustöðva. Sjálfvirk uppsetning vinnustöðva mun setja upp X gluggakerfið og þau skjáborð og gluggastjóra sem þú vilt. Sjálfvirk uppsetning vinnustöðva mun eyða öllum Linux disksneiðum á öllum hörðum diskum og nota svo allt laust pláss sem ekki hefur verið úthlutað í aðrar gerðir disksneiða.. Allar disksneiðar sem innihalda gögn ótengd Linux verða látnar óhreyfðar og þú munt geta ræst upp hitt stýrikerfið á vélinni ásamt &RHL; eftir að uppsetningu er lokið. Sjálfvirk uppsetning þjóns er viðeigandi ef þú vilt að tölvan þín sé Linux þjónn og þú vilt ekki sníða hana algjörlega eftir þínum eigin þörfum eða hafa X gluggakerfið á henni. Sjálfvirk uppsetning þjóns eyðir ÖLLUM disksneiðum á ÖLLUM hörðum diskum sem tengdir eru vélinni, veldu hana því ekki ef þú ert með einhver gögn á vélinni sem þú vilt EKKI eyða. Þar með talið eru disksneiðar sem önnur stýrikerfi eru að nota. Þurrkað verður út af öllum diskum --án spaugs! Einungis sérsniðin uppsetning gefur þér fullkominn sveigjanleika. Á meðan sérsniðinni uppsetningu stendur er það undir þér komið hvernig diskplássi er skipt niður í sneiðar. Þú hefur algjöra stjórn á því hvaða pakkar verða settir inn. Einnig getur þú valið hvort þú vilt nota LILO við ræsingu kerfis. Þú skalt ekki velja sérsniðna uppsetningu nema þú hafi einhverja fyrri reynslu af Linux. Til að nálgast frekari upplýsingar um muninn milli þess að vera með vinnustöð eða þjón er gott að líta í &RHLIG;. Uppfærsla kerfis Eftir að þú hefur valið að uppfæra, getur þú ákveðið hvort þú vilt velja ákveðna pakka til að bæta inn. Viljir þú ekki velja neina nýja pakka til að bæta inn skaltu ýta á Áfram hnappinn til að halda áfram. Til að velja pakka eftir þínum þörfum skaltu velja Velja pakka sem á að uppfæra og ýta svo á Áfram. <application>fdisk</application> Veldu hvaða drif þú vilt skipta í sneiðar. Þegar þú velur drifið mun fdisk skjár birtast. Þá getur þú notað fdisk til þess að búa til, eyða eða breyta disksneiðum á völdu drifi. Viljir þú hins vegar ekki nota fdisk skaltu velja Til baka til þess að komast í fyrri valmynd, taka síðan valið af Nota fdisk og ýta á Áfram til þess að halda áfram. Þegar skiptingu disks í sneiðar er lokið munt þú aftur koma í þessa valmynd. Ef þú ert með annan harðan disk sem þú vilt einnig skipta upp með fdisk skaltu velja hann. Annars skaltu ýta á Áfram til þess að geta stillt hvar varpa á disksneiðum inn í skráarkerfið með Diskadrúídi forritinu. Að sneiða diska með <application>fdisk</application> Hér getur þú skipt harða disknum þínum í sneiðar með fdisk. Til að fá upp hjálp skaltu slá inn m, en við það kemur upp listi mögulegra skipana. Svona til að byrja með er ágætt að vita eftirfarandi: n -- Bætir við nýrri disksneið. d -- Eyðir disksneið. p -- Prentar disksneiðatöfluna. l -- Birtir þekktar tegundir disksneiða. w -- Vistar disksneiðatöfluna og hættir í fdisk. q -- Hættir án þess að vista breytingar. Skipting disks í sneiðar sjálfvirkt Ertu alveg viss? Þú munt tapa gögnum við að velja sjálfvirka uppsetningu vinnustöðvar. Þessi tegund af uppsetningu mun eyða ÖLLUM gögnum á ÖLLUM Linux disksneiðum sem fyrir eru á ÖLLUM diskum í vélinni. Viljir þú halda gögnum á Linux disksneiðum sem til eru fyrir ættir þú að velja sérsniðna uppsetningu eða að skipta disknum sjálfur í disksneiðar. Notaðu Til baka hnappinn til að velja sérsniðna uppsetningu, eða Áfram viljir þú halda áfram með uppsetningu á vinnustöð sjálfvirkt. Ef þú vilt sneiða handvirkt getur þú valið um annaðhvort Diskadrúídann eða fdisk (fyrir lengra komna) tólin. Skipting disks í sneiðar sjálfvirkt Ertu alveg viss? Þú munt tapa gögnum við að velja sjálfvirka uppsetningu þjóns. Þessi tegund af uppsetningu mun eyða ÖLLUM gögnum á ÖLLUM Linux disksneiðum sem fyrir eru á ÖLLUM diskum í vélinni. Ef þú ert með annað stýrikerfi á tölvunni sem þú vilt halda skaltu alls ekki velja þessa gerð uppsetningar. Viljir þú halda gögnum eða öðru stýrikerfi áfram á tölvunni, ættir þú að velja sérsniðna gerð af uppsetningu eða skipta disknum sjálf(ur) í disksneiðar. Ef þú vilt sneiða handvirkt getur þú valið um annaðhvort Diskadrúídann eða fdisk (fyrir lengra komna) tólin. Notaðu Til baka hnappinn til að velja sérsniðna uppsetningu, eða Áfram viljir þú halda áfram með uppsetningu á þjóni sjálfvirkt. Disksneiðar Hvar vilt þú setja &RHL; upp? Takið eftir: Ef þú ætlar að framkvæma Sneiðalaus uppsetning þarftu að velja DOS/Windows disksneið sem til er fyrir sem rót, táknað með /. Veldu þá FAT disksneið sem setja skal upp á. Þegar þú hefur valið hana veldu þá Breyta til þess að segja hvar varpa á disksneið inn í skráarkerfið. Hér skaltu velja / (rót skráarkerfisins). Því næst skaltu velja Í lagi þegar þú ert búinn. Eftir það þarftu að skilgreina stærð rótarskráarkerfis og diskminnis. Sjá nánari leiðbeiningar í Installing Without Partitioning í &RHLIG; handbókinni. Ef þú veist ekki hvernig skipta á diskum í disksneiðar er gott að lesa þann hluta sem fjallar um það í &RHLIG; eða &RHLRGS;. Hafir þú nýlokið að skipta disknum í sneiðar með fdisk, þarftu nú að skilgreina hvar inn í skráarkerfið viðkomandi sneiðar eiga að varpast. Notaðu Breyta hnappinn þegar þú hefur valið disksneið sem þú vilt setja inn í skráarkerfið. Ef þú ert að notast við Diskadrúídi, þarftu að skilgreina hvar inn í skráarkerfið þú vilt varpa viðkomandi disksneiðum. Þú gætir einnig þurft að búta til og/eða eyða disksneiðum. Efst á skjánum má sjá þær disksneiðar sem til eru. Hver þeirra hefur fim m svið: Tengipunktur: Hér er tilgreint hvar í skráarkerfið varpa á disksneið þegar &RHL; hefur verið sett upp. Ef disksneið er til en hefur ekki verið úthlutað stað þarf að skilgreina hvar í skráarkerfið á að varpa henni. Hægt er að nota Breyta hnappinn eða tvísmella á sneiðina Tæki: Hér er nafn tækisins sem sneiðin er á (t.d þýðir hda2 önnur sneið aðaldrifs). Umbeðið: Umbeðið sviðið sýnir hversu mikið pláss sneið hefur. Viljir þú breyta stærðinni þarftu að eyða sneiðinni og búa hana til upp á nýtt með Bæta við hnappinum. Reynd: Hér er hægt að sjá hversu mikið pláss sneið raunverulega notar. Gerð: Hér er hægt að sjá gerð disksneiðar (eins og Linux Native eða DOS). Við það að skruna í gegnum Disksneiðar hlutann getur verið að það séu rauð skilaboð um Óhlutuð beiðni um sneið við eina eða fleiri sneiðar. Algeng ástæða er sú að ekki er nóg pláss fyrir disksneiðina. Til að leysa það er annaðhvort um að ræða að færa sneiðina yfir á disk með nægu lausu diskplássi eða eyða sneiðinni. Breytingar eru gerðar með Breyta hnappinum eða með því að tvísmella á viðkomandi disksneið. Partitioning Your System Hnapparnir í miðröðinni eru notaðir til þess að stjórna eiginleikum disksneiða. Þar er hægt að bæta við, breyta og eyða disksneiðum. Þar að auki eru hnappar sem hægt er að nota til þess að staðfesta breytingar sem gerðar hafa verið, endurstilla eða hætta breytingum disksneiða. Bæta við: Notaðu þennan hnapp til þess að búa til nýja disksneið. Þá munt þú þurfa fylla út nokkur svið (eins og hvar á að varpa inn í skráarkerfi, stærð og gerð). Breyta: Notaðu þennan hnapp til þess að breyta því hvar varpa á valinni disksneið inn í skráarkerfið. Eyða: Notaðu þennan hnapp til þess að eyða disksneið. Staðfesta þarf beiðni um að eyða sneið. Endurstilla: Notaðu þennan hnapp til þess að hætta við þær breytingar sem framkvæmdar hafa verið. Búa til RAID tæki: Notaðu Búa til RAID tæki hnappinn eingöngu ef þú hefur reynslu í að setja upp RAID. Vinsamlegast kynntu þér &RHLRGS; til að fræðast meira um RAID. Drifin þín Í þessum hluta sést hvernig diskar eru stilltir. Hann er einungis ætlaður sem yfirsýn. Hver lína hefur eftirfarandi svið: Drif: Hér er hægt að sjá nafn disks (eins og hda eða hdb). Uppb. [C/H/S]: Stærðir harða disksins sýnir fjölda sívalninga, hausa og geira. Alls: Hér er hægt að sjá pláss á harða disknum. Laust: Hér er hægt að sjá hversu mikið pláss er laust. Notað: Hér er hægt að sjá hversu mikið af harða disknum hefur verið úthlutað disksneiðum í MB og sem hlutföll. Uppsetning skráarkerfis Fyrst skaltu velja stærð rótar. Það gæti verið gott að samþykkja sjálfgefið gildi ef þú veist ekki hvaða stærð hentar best. Sjálfgefin stærð rótar skráarkerfisins er að nota allt pláss sem ekki hefur verið úthlutað. Sjálfgefin stærð diskminnis er 32 megabæti en þú getur haft það stærra eftir þörfum. Veldu disksneiðar til að forsníða Veldu þær disksneiðar sem þú vilt forsníða undir &RHL;. Viltu láta leita eftir skemmdum disksvæðum? Leit að skemmdum svæðum á disk getur komið í veg fyrir að gögn tapist með því að staðsetja þau og passa að gögn séu aldrei skrifuð þangað. Stillingar LILO LILO (e. LInux LOader) er forrit sem hægt er að nota til þess að ræsa &RHL; á tölvunni þinni. Það getur einnig ræst önnur stýrikerfi eins og Windows 9x. Hér verður þú beðinn að svara því hvernig (eða hvort) þú vilt stilla LILO. Búa til ræsidisk: Þú ættir að búa til ræsidisk ef þú ætlar ekki að setja LILO upp á MBR eða ef þú ætlar ekki að setja það upp. Ekki setja upp LILO: Þú getur valið að sleppa LILO viljir þú ekki setja það upp. Ef þú ert með tvo harða diska, með sitthvoru stýrikerfinu, er hugsanlegt að þú viljir nota ræsidisk frekar en LILO. Til að setja LILO upp skaltu velja hvar þú vilt að það sé sett. Ef tölvan þín á eingöngu að keyra &RHL; ættir þú að velja MBR. Ef tölvan þín hefur aðeins einn harðann disk með Win95/98 og &RHL; saman, er mælt með að þú setjir LILO einnig upp á MBR. Ef Windows NT er á vélinni þinni (og þú vilt setja LILO upp) ættir þú að setja LILO upp á fyrsta geira ræsirsneiðarinnar. Gakktu ennfremur úr skugga um að búa til ræsidisk, annars getur þú ekki ræst Linux. Viljir þú einhverra hluta vegna ekki setja LILO upp, skaltu muna eftir að búa til ræsidisk til að geta ræst &RHL;. Hafi tölvan ekki aðgang að harða disknum í línulegum ham skaltu taka Nota línulegan ham valmöguleikann af. Viljir þú bæta einhverjum sjálfgefnum gildum við LILO ræsiskipunina getur þú slegið þau inn sem viðföng í kjarnann. Öll slík viðföng eru send kjarnanum við ræsingu. Ræsimerki: Allar disksneiðar sem hægt er að ræsa af eru skráðar og gefin nöfn (í Ræsimerki neðst á skjánum, einnig sneiðar sem önnur stýrikerfi nota). Ef þú vilt bæta við ræsimerki fyrir aðrar sneiðar (eða breyta einhverri sem er til fyrir) skaltu smella einu sinni á sneiðina til að velja hana. Þá getur þú breytt ræsimerkinu í sviðinu fyrir ofan. SILO Configuration SILO (e. the Sparc Improved LOader) er forrit sem hægt er að nota til þess að ræsa Red Hat Linux á tölvunni þinni. Það er einnig hægt að nota til þess að ræsa önnur stýrikerfi, eins og SunOS og Solaris. Hér munt þú geta valið hvernig og hvort þú vilt stilla SILO. Búa til ræsidisk: Þú skalt búa til ræsidisk ef þú ætlar ekki að setja SILO upp. Einnig er gott að hafa einn til öryggis. Ef þú ert ekki með diskettudrif mun þessa valmöguleiki vera falinn og ef þú ert með SMCC framleidda Ultra sem hafa vanalega ekki diskettudrif sem hægt er að ræsa af mun óvirkt vera sjálfgefið gildi. Ekki setja upp SILO: Þú getur valið að sleppa SILO ef þú vilt ekki skrifa SILO á diskinn hjá þér. Til dæmis ef þú ert þegar með það uppsett á annarri disksneið eða disk og þú vilt ræsa þaðan. Til þess að setja SILO upp skaltu velja hvar þú vilt að það sé sett upp. Ef þú ætlar eingöngu að nota Red Hat Linux skaltu velja MBR (ræsihólf fyrstu disksneiðar á disknum). Á tölvum sem bæði SunOS/Solaris og Red Hat Linux eru ættir þú ekki að setja SILO á MBR. Sérstaklega ekki ef SunOS/Solaris er á fyrstu disksneiðinni. Veljir þú að setja SILO ekki upp af einhverri ástæðu skaltu búa til ræsidisk svo þú getir ræst Red Hat Linux. Búa til auknefni í PROM: Uppsetningarforritið getur búið til PROM samnefnið "linux" ef PROM-ið styður það. Þannig er hægt að ræsa SILO af skipanalínu í PROM með skipuninni "boot linux". Stilla sjálfgefið PROM ræsitæki: Uppsetningarforritið getur gengið úr skugga um að PROM-ið muni ræsa sjálfgefið upp í Red Hat Linux, með því að setja PROM gildin "boot-device" eða "boot-from". Viljir þú bæta einhverjum sjálfgefnum gildum við SILO ræsiskipunina getur þú slegið þau inn sem viðföng í kjarnann. Öll slík viðföng eru send kjarnanum við ræsingu. Ræsanleg disksneið -- Allar disksneiðar sem hægt er að ræsa af eru skráðar og gefin nöfn, einnig sneiðar sem önnur stýrikerfi nota. Ef þú vilt bæta við ræsimerki fyrir aðrar sneiðar (eða breyta einhverri sem er til fyrir) skaltu smella einu sinni á sneiðina til að velja hana. Þá getur þú breytt ræsimerkinu. Stillingar nets Veldu það netkort sem þú ert með og hvort þú viljir nota DHCP. Ef þú ert með mörg Ethernet kort er hægt að stilla hvert fyrir sig. Hægt er að skipta á milli skjáa (t.d eth0 og eth1) og munu innslegnar upplýsingar eiga við hvern skjá fyrir sig. Ef þú velur Virkja við ræsingu mun netkortið fara í gang við ræsingu. Ef þú hefur ekki aðgang að DHCP þjón eða ert ekki viss um hvað þetta er skaltu hafa samband við kerfisstjórann þinn. Næst skaltu slá inn IP-tölu, netmöskva, nafn nets og útsendifang (ef við á). Ef þú ert ekki viss um hvað þú átt að slá inn skaltu biðja kerfisstjórann þinn um aðstoð. Sláðu inn nafn fyrir vélina. Ef þú velur að gera það ekki mun hún vera þekkt sem "localhost." Að lokum skaltu slá inn vistföngföng á gátt, aðal DNS, vara DNS og þriðja DNS. Stillingar tímabeltis Þú getur stillt tímasvæði með því að velja staðsetningu vélarinnar eða sem frávik frá UTC. Taktu eftir dálkunum tveim efst á skjánum. Sá fyrsti býður þér upp á að stilla eftir staðsetningu. Með þessum valmöguleika er hægt að velja sýn. Með því að velja Skoða eru valmöguleikarnir: Heimur, Norður Ameríka, Suður Ameríka, Mið Ameríka, Evrópa, Afríka og Asía. Út frá gagnvirka kortinu er hægt að velja ákveðna borg eins og tilgreint er með gulum punktum, rautt X mun birtast við val. Einnig er hægt að skruna í gegnum lista með borgum til að velja tímasvæði. Annar dálkurinn býður upp á að nota frávik frá UTC. Þar finnur þú lista yfir frávik til að velja úr. Með báðum þessum dálkum er hægt að velja Klukkan í vélinni er á UTC. (UTC, einnig kallað GMT, gerir tölvunni kleift að meðhöndla klukkuskipti rétt.) Vinsamlegast veldu þetta ef vélbúnaðarklukkan er stillt á UTC (í stað þess að vera stillt á staðartíma). Stillingar notanda Sláðu inn lykilorð fyrir ofurpaurinn. Lykilorðið verður að vera að minnsta kosti 6 stafir að lengd. Staðfestu lykilorðið með því að slá það inn að nýju í reit númer tvö. Áfram hnappurinn mun verða virkur þegar báðir reitirnir stemma. Síðan skaltu búa til aðgang fyrir venjulegan notanda. Sláðu inn notandanafn. Þvínæst skaltu búa til lykilorð fyrir notandann og staðfesta það. Að lokum geturðu slegið inn fullt nafn notanda og staðfest með Enter. Upplýsingunum um notandann mun þá verða bætt við aðgangslistann. Til þess að bæta öðrum notanda við skaltu velja Nýr og slá inn upplýsingum í tómu reitina. Þegar innslætti hefur verið lokið skaltu velja Bæta við hnappinn til þess að bæta notandanum við aðgangslistann. Þú getur einnig valið að Breyta aðgangi sem búinn hefur verið til. Með því að velja Eyða er aðgangi eytt. Stillingar auðkenningar Þú getur valið að sleppa þessum hluta ef þú ætlar ekki að nota lykilorð af neti. Ef þú ert ekki viss skaltu biðja kerfisstjórann um hjálp. Ef þú ætlar ekki að setja upp NIS eru valmöguleikarnir fyrir bæði MD5 og falin lykilorð eru valdir. Mælt er eindregið með því svo að vélin sé eins örugg og best verður á kosið. Virkja MD5 lykilorð - leyfir notkun á löngum lykilorðum (allt að 256 stafir), í stað hefðbundinna 8 stafa lykilorða. Virkja falin lykilorð - er mjög örugg leið til að varðveita lykilorð á vélinni. Öll lykilorð eru geymd í skránni /etc/shadow sem einungis er læsileg af ofurpaurnum. Til að stilla NIS verður þú að vera með tengingu við NIS net. Ef þú ert ekki viss um það hvort þú ert með tengingu við NIS net skaltu spyrja kerfisstjórann þinn. Virkja NIS - leyfir þér að keyra margar tölvur á sama NIS neti með sameiginleg lykilorð og hópa. Það eru tveir valmöguleikar: NIS lén - þessi valmöguleiki leyfir þér að velja hvaða léni eða hóp af tölvum þessi vél mun tilheyra. NIS þjónn - þessi valmöguleiki segir tölvunni að nota ákveðinn NIS þjón í stað þess að spyrja allt netið hvort það sé einhver vél sem getur auðkennt þína vél. Nota LDAP -- LDAP sameinar ýmsar gerðir upplýsinga innan fyrirtækis þíns eða stofnunar. Til dæmis alla mismunandi notendalistana þína er hægt að sameina í eina LDAP möppu. Fyrir frekari upplýsingar um LDAP getur þú gluggað í &RHLRGS;. Þú hefur um tvennt að velja hérna: LDAP þjónn -- Þetta gerir þér kleift að tiltaka þann LDAP þjón sem þú vilt nota. LDAP grunn DN -- Þessi valmöguleiki gerir þér kleift að fletta upp notendaupplýsingum eftir Distinguished Name (DN) þeirra. Nota Kerberos -- Kerberos er öruggt kerfi sem sér um auðkenningu á neti. Fyrir frekari upplýsingar um Kerberos getur þú gluggað í &RHLRGS;. Þú hefur um þrennt að velja hérna: Lén -- þessi valmöguleiki leyfir þér að velja net sem notar Kerberos, sem er byggt upp af einni eða fleirum vélum (einnig þekktar sem KDC) og einhvern (oft mjög mikinn) fjölda biðlara. KDC -- þessi valmöguleiki leyfir þér að velja lyklaþjón (Key Distribution Center) sem er vélin sem úthlutar Kerberos miðum (stundum einnig kallað 'Ticket Granting Server' eða TGS) Stjórnþjónn -- þessi valmöguleiki leyfir þér að taka fram hvaða vél er að keyra kadmind. Val á hópum pakka Veldu þann hóp af pökkum sem þú vilt setja upp. Til að velja hóp skaltu merkja við í reitnum við hliðina. Til þess að velja pakka fyrir pakka getur þú valið Velja hvern pakka fyrir sig valmöguleikann neðst á skjánum. Velja hvern pakka fyrir sig Vinstra megin á skjánum sérðu lista af pakkahópum. Þegar þú útvíkkar listann og velur einn hóp mun listi af pökkum í þeim hóp birtast hægra megin. Til þess að velja einstakan pakka skaltu tvísmella á hann eða smella einu sinni og svo á Velja pakka til uppsetningar. Hak mun koma við hvern þann pakka sem þú velur. Til að fá frekari upplýsingar um einstakan pakka skaltu smella á hann. Upplýsingar um pakkann munu þá birtast neðst á skjánum ásamt nafni og stærð hans. Óuppfyllt pakkaskilyrði Flestir forritapakkar eru háðir öðrum pökkum eða söfnum, sem þeir þurfa til að virka rétt. Til að ganga úr skugga um að allir pakkar séu rétt settir upp skoðar &RHL; uppsetta pakka í hvert skipti sem pakki er settur inn eða tekinn út. Ef einhver pakki þarf annan pakka til að virka rétt sem ekki hefur verið settur upp, myndast óleyst tenging á milli þeirra. Einn eða fleiri pakki/ar sem þú hefur valið hafa óleystar tengingar. Þú getur leyst þetta með því að velja Setja inn pakka til að uppfylla þarfir annara pakka. X Configuration Uppsetningarforritið mun nú reyna að finna hvaða skjá þú ert með til að reyna að meta hvaða skjástilling henti best. Ef skjárinn finnst ekki sjálfvirkt skaltu velja þann skjá sem kemst næst þínum úr listanum yfir skjái. Þú getur einnig valið lárétt og lóðrétt samstillingargildi fyrir skjáinn. Þessi gildi ættir þú að finna í handbókinni fyrir skjáinn þinn. Varkárni skal hafa þegar þessi gildi eru valin því ef þú slærð inn gildi sem eru utan sviðs geturðu skemmt skjáinn. Veldu einungis gildi ef handbókin fyrir skjáinn segir til um önnur gildi en eru í listanum og þú ert viss um að þú hafir rétt gildi úr handbókinni. Stillingar X Þú getur valið það skjákort sem þú vilt þó svo uppsetningarforritið reyni að finna það sem hentar þinni tölvu best. Þegar þú hefur valið skjákort skaltu velja stærð skjáminnis í skjákortinu. Þegar stillingu vélbúnaðar er lokið getur þú prófað stillingarnar. Þú getur einnig valið um það hvort þú viljir ræsa &RHL; í grafísku umhverfi eftir að uppsetningu lýkur. Veldu Sérsníða X stillingar hnappinn til þess að velja litastillingar og upplausn. Þú getur einnig valið Sleppa að stilla X hnappinn ef þú vilt stilla X eftir að uppsetningu lýkur eða sleppa því alfarið. Sérsniðin stilling Veldu núna réttu upplausnina fyrir uppsetningu X. Ýttu á Prófa þessar stillingar til að prófa. Líki þér ekki það sem þú sérð skaltu ýta á Nei til að velja aðra upplausn. Uppsetning að hefjast Varúð: Þegar þú hefur valið Áfram, mun &RHL; skrifast á harða diskinn þinn. Eftir það er ekki hægt að hætta við, þannig að ef þú ætlar ekki að setja &RHL; upp þá er þetta síðasta tækifærið sem þú hefur til að hætta við uppsetningu. Til að hætta við uppsetningu skaltu fjarlægja &RHL; diskinn úr tölvunni og ýta á Endurræsa hnappinn eða nota Control- Alt- Delete Uppfærsla að hefjast Varúð: Þegar þú hefur valið Áfram, mun &RHL; skrifast á harða diskinn þinn. Eftir það er ekki hægt að hætta við, þannig að ef þú ætlar ekki að setja &RHL; upp þá er þetta síðasta tækifærið sem þú hefur til að hætta við uppsetningu. Til að hætta við uppfærsluna skaltu fjarlægja &RHL; diskinn úr tölvunni og ýta á Endurræsa hnappinn eða nota Control- Alt- Delete Uppsetning pakka Öllum upplýsingum sem þarf til þess að setja upp &RHL; á tölvunni þinni hefur nú verið safnað saman. Uppsetning mun taka einhverja stund eftir því hversu marga pakka þarf að setja inn. Ef þú ert með opinbera &RHL; pakkann þá er nú tilvalið að kynna sér &RHLGSG; eða &RHLRGS;. Gerð ræsidisks Settu tóman, forsniðinn diskling í diskadrifið og veldu Áfram til þess að halda áfram.